Ný stjórn Samtaka atvinnulífisns fyrir starfsárið 2011-2012 hefur verið kjörin. Ný í stjórn eru þau Tryggvi Þór Haraldsson, Kristín Pétursdóttir og Hermann Guðmundsson og koma þau í stað Franz Árnasonar, Ásbjörns Gíslasonar og Gunnars Sverrissonar sem ganga úr stjórn. Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður á aðalfundi með 94% atkvæða. Þetta kemur fram á vef SA.

Í stjórn SA sitja 20 fulltrúar og er stjórnin þannig skipuð:

Aðalheiður Héðinsdóttir (Kaffitár ehf.), Adolf Guðmundsson (Gullberg ehf.), Arnar Sigurmundsson (Samtök fiskvinnslustöðva), Árni Gunnarsson (Flugfélag Íslands ehf.), Birna Einarsdóttir (Íslandsbanki hf.),  Finnur Árnason (Hagar hf.), Friðrik Jón Arngrímsson (Landssamband ísl. Útvegsmanna), Grímur Sæmundsen (Bláa lónið hf.),  Guðmundur H. Jónsson (Norvik hf), Helgi Magnússon (Samtök iðnaðarins), Hermann Guðmundsson (N1 hf.), Hjörleifur Pálsson (Össur hf.), Kristín Pétursdóttir  (Auður Capital hf.), Loftur Árnason (Ístak hf.),  Margrét Kristmannsdóttir (PFAFF hf.),  Ólafur Rögnvaldsson (Hraðfrystihús Hellissands hf.),  Rannveig Rist  (Alcan á Íslandi hf.), Sigríður Margrét Oddsdóttir (Já Upplýsingaveitur ehf.),  Sigurður Viðarsson (Tryggingamiðstöðin hf.),  Tryggvi Þór Haraldsson  (RARIK ohf.).