Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Eddu Valdimarsdóttur Blumenstein, Helga Logason og Hörð Kristinn Örvarsson.

Edda er með B.Sc. í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Rekstrarverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur. Edda starfaði síðast samhliða námi hjá Orkuveitu Reykjavíkur við verkefni tengd gagnavinnslu og framsetningu gagna. Þar áður vann Edda hjá nýsköpunarfyrirtækinu d|rig í Noregi sem sérhæfir sig í endurnýjun raftækja en vinna hennar fólst að mestu í að stækka starfsemi fyrirtækisins á alþjóðlegri grundu.

Helgi er með B.Sc. í Fjármálaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur og M.Sc. í Áhættustýringu og Fjármálaverkfræði frá Imperial College Business School. Helgi starfaði síðast hjá BlueBay Asset Management í London þar sem helstu verkefni voru meðal annars umsjón með reglulegum áhættu- og frammistöðuskýrslum til sjóðstjóra og fjárfesta og viðhald á gagnasafni og aukinni sjálfvirkni í skýrsluferlum.

Hörður Kristinn er með B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Iðnaðarverkfræði og verkefnastjórnun frá Dansk Tekniske Universitet með áherslu á bestun og gagnagreiningu. Hörður hefur meðfram námi unnið sem aðstoðarkennari í DTU þar sem helstu verkefni voru meðal annars aðgerðargreining og bestun og gerð reiknilíkana og módela fyrir stjórnendur til að geta tekið ákvarðanir byggðar á gögnum í rauntíma.

Aðstæður síðustu mánaða hafa sett þær kröfur á fyrirtæki að þau geti brugðist hratt við breyttum forsendum og íslensk fyrirtæki hafa brugðist hratt við. Við höfum aðstoðað fyrirtæki við val og aðlögun stafrænna lausna með það að markmiði að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á rauntímaupplýsingum. Helgi, Edda og Hörður Kristinn eru öflug viðbót við ráðgjafahóp Expectus,” segir Gunnar Steinn Magnússon , framkvæmdastjóri Expectus, í fréttatilkynningu.