Við nýlegar skipulagsbreytingar hjá Verkís verkfræðistofu hafa nýir stjórnendur komið inn og starfssvið annarra hefur breyst:

Fram kemur í tilkynningu að eftirfarandi stjórnendur koma inn:

Helgi Valdimarsson hefur tekið við sem sviðsstjóri Bygginga- og Umhverfissviðs en hann var áður framkvæmdastjóri Almennu Verkfræðistofunnar sem sameinaðist Verkís á dögunum. Við nýlegar skipulagsbreytingar voru Byggingasvið og Umhverfis- og framkvæmdasvið sameinuð í eitt öflugt svið sem veitir alhliða verkfræðiþjónustu við hvers kyns mannvirkjaframkvæmdir ásamt því að veita víðtæka þjónustu á sviði öryggis, heilsu og umhverfis.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Páll R. Guðmundsson er nú sviðsstjóri Orkusviðs en við nýlegar skipulagsbreytingar voru Jarðvarmasvið og Vatnsorkusvið sameinuð í eitt öflugt svið sem veitir alhliða þjónustu fyrir hvers kyns framkvæmdir tengdar orku, hvort sem um er að ræða jarðvarma, vatnsafl, hitaveitu eða orkuflutning. Páll var áður sviðsstjóri Jarðvarma- og veitusviðs hjá Verkís.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Eggert V. Valmundsson er áfram sviðsstjóri Iðnaðarsviðs sem veitir alhliða þjónustu fyrir hvers kyns iðnað.