*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Fólk 11. nóvember 2021 09:30

Þrír nýir stjórnendur hjá KPMG

Gunnar Kristinn Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir og Erik Christianson Chaillot koma inn í stjórnendateymi KPMG.

Ritstjórn
Gunnar Kristinn Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir og Erik Christianson Chaillot
Aðsend mynd

KPMG hefur ráðið þrjá nýja stjórnendur til félagsins í stöður rekstrar- og fjármálastjóra, forstöðumann viðskiptaþróunar og mannauðsstjóra. Í dag er starfsfólk KPMG um 280 talsins á 16 skrifstofum víðsvegar um landið.

Sigrún Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrar- og fjármálastjóri KPMG. Sigrún starfaði áður hjá Origo sem Forstöðumaður yfir Reikningshaldi og áður sem Forstöðumaður yfir Fjárstýringu og Hagdeild. Sigrún er með B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Karlsruhe, Þýskalandi. Hún hefur einnig lokið MBA gráðu frá Oxford Brookes Háskóla í Englandi. Sigrún ber ábyrgð á rekstri stoðsviðs KPMG og situr í framkvæmdastjórn félagsins. Hún ber einnig ábyrgð á innleiðingu á stefnu félagsins ásamt því að styðja við rekstur og stefnumótun einstakara sviða.

Gunnar Kristinn Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar KPMG. Gunnar hefur yfir 20 ára reynslu í markaðsmálum og viðskiptaþróun. Hann er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Skotlandi. Gunnar starfaði áður sem markaðsstjóri hjá Isavia þar sem hann stýrði markaðs og samskiptamálum fyrirtækisins. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka þar sem hann starfaði við viðskiptarþróun, samskipta- og markaðsmál. Þá sat hann í stjórn ÍMARK, samtaka íslensks markaðsfólks á Íslandi frá 2017-2020. Gunnar ber ábyrgð á innleiðingu og mótun á stefnu félagsins í viðskiptaþróun og mun styðja við rekstur einstakra sviða.

Erik Christianson Chaillot hefur verið ráðinn mannauðsstjóri KPMG. Síðastliðin sex og hálft ár hefur Erik starfað sem mannauðsstjóri hjá Kearney, alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki, í Ástralíu þar sem hann var búsettur. Erik starfaði síðast á Íslandi hjá Capacent á ráðningarsviði og var hjá Nýherja þar á undan. Hann er með Bsc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og Msc. í viðskiptafræði með áherslu á mannauðsmál frá UNSW Business School í Ástralíu. Hann situr í framkvæmdastjórn og mun bera ábyrgð á mótun og innleiðingu mannauðsstefnu félagsins og stuðning við rekstur einstakra sviða.

„Við hjá KPMG eru ákaflega ánægð að fá til liðs við okkur þrjá nýja öfluga stjórnendur til að sinna lykilverkefnum hjá félaginu.  KPMG er þekkingarfyrirtæki sem kappkostar að umbreyta þeirri þekkingu og þeim styrkleikum sem starfsfólk býr yfir í virðisaukandi þjónustu fyrir viðskiptavini og samfélagið allt,“ segir Jón S. Helgason, framkvæmdastjóri KPMG.