Þrír nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til vefstofunnar Kosmos & Kaos og eru starfsmenn fyrirtækisins nú tíu talsins, að því er kemur fram í tilkynningu.

Egill Harðarson hefur starfað sem vefhönnuður í 15 ár og hefur BA í listum frá LHÍ. Undanfarin ár hefur hann m.a. starfað hjá Skapalón, Gogoyoko, Gagarín o.fl. Hann heldur jafnframt úti tónlistarvefritinu rjominn.is.

James Deblasse vefforritari hefur undanfarin ár farið fyrir verkefnum hjá Mozilla og Warner Music Group, auk annarra fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann er kvæntur íslenskri konu og er nýfluttur til landsins.

Hilmar Kári Hallbjörnsson er nemi í tölvunarfræði og aðstoðarkennari við HR, en hefur einnig sinnt kennslu í gagnafræðisöfnun og vefforitun í Tækniskólanum samhliða námi. Hilmar hefur um áratugs reynslu af forritunarstörfum.