Formenn þriggja stjórnmálaflokkar óska eftir myndunar meirihlutastjórnar. Þetta kemur fram Morgunblaðinu . Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi við formenn flokkanna í gær.

Viðræður halda því áfram í dag, með það fyrir augum að ákvarða hver hlýtur stjórnarmyndunarumboðið. Í gær fóru formenn allra flokka til fundar með forsetanum.

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson, telur það eðlilegt að fá stjórnarmyndunarumboð, þar sem að flokkurinn hafi sigrað kosningarnar - hlotið 29% atkvæði og 21 þingmann. Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknar, er sagður hafa lagt til að Bjarni fengi umboðið.

Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist tilbúin að hafa forystu yfir fimm flokka ríkisstjórn, sem yrði skipuð af stjórnarandstöðuflokkunum auk Viðreisnar. Komið hefur upp sú hugmynd að mynda minnihlutastjórn, þar sem að Píratar og Samfylkingin styddu stjórnina, án þess að eiga ráðherrastól.

Benedikt Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sækist einnig eftir að fá umboðið. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar styður þá tillögu. Benedikt hefur áður bent á það að flokkurinn sé í lykilstöðu, þar sem að hann er staddur nálægt miðjunni á hinni pólitíska litrófi og sé tilbúinn að vinna með allflestum.