*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Fólk 29. maí 2020 11:21

Þrír sérfræðingar til Expectus

Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Arnar, Gunnar og Hörpu.

Ritstjórn

Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Arnar, Gunnar og Hörpu.

Gunnar Skúlason hefur starfað við viðskiptagreind undanfarin 8 ár, þar af frá 2014 hjá Skeljungi. Hann er með B.Sc. í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Aðgerðarrannsóknum frá DTU í Danmörku. Gunnar mun sinna ráðgjöf til fyrirtækja og aðstoða þau að umbreyta gögnum í upplýsingar. 

Harpa Guðrún Hreinsdóttir og Arnar Leifsson munu sinna þróun á exMon, hugbúnaðarlausn Expectus.  

Harpa er með B.Sc. í Hugbúnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík en með námi starfaði hún hjá Íslenskri Erfðagreiningu. 

Arnar er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. í kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Arnar starfaði sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík með og eftir námi ásamt kennslu við tölvunarfræðideild skólans.   

„Í viðskiptaumhverfi dagsins er nauðsynlegt að bregðast hratt við breytingum í umhverfinu. Við hjá Expectus höfum einsett okkur að tryggja aðgang stjórnenda að réttum og tímanlegum upplýsingum úr þeirra rekstri. Það er frábær viðbót að fá þau Arnar, Gunnar og Hörpu til okkar og mun það styrkja bæði hugbúnaðarlausnir félagsins og innleiðingar hjá viðskiptavinum.”, segir Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Expectus.