Þrír millistjórnendur Icelandic Group í Þýskalandi hafa sagt upp störfum. Starfsmennirnir gegndu stöðum sölustjóra, fjármálastjóra og innkaupastjóra. Þetta kemur fram á mbl.is .

Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður og nýskipaður forstjóri Icelandic Group, segir í samtali við mbl.is að margvíslegar ástæður séu að baki uppsögnunum. Meðal annars breytingarnar sem hafa orðið í fyrirtækinu nýlega, en forstjóri og aðstoðarforstjóri Icelandic sögðu upp störfum fyrr í mánuðinum.

„Ég held þetta sé allt í ró,“ segir Brynjólfur í samtali við mbl.is. Hann neitar því að nokkurrar óánægju gæti meðal starfsmanna. „Það eru sumir sem vilja láta það vera svoleiðis og fara mikinn. Við erum með málið í ágætum favegi og það er engin röskun vegna þessa,“ segir Brynjólfur.