*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 8. maí 2018 16:14

Þrír vilja stýra MH og átta FÁ

Tveir sækja um bæði rektorsembætti Menntaskólans í Hamrahlíð og Fjölbrautaskólans í Ármúla en báðar stöðurnar eru nú lausar.

Ritstjórn
Þrír sóttu um rektorsembættið við Menntaskólann í Hamrahlíð.
Höskuldur Marselíusarson

Umsóknarfrestur er nú runninn út um embætti Rektors tveggja framhaldsskóla, en stjórnarráðið hefur birt lista yfir umsækjendurna sem skiluðu innan tilsett tíma, mánudaginn 30. apríl síðastliðinn.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust þrjár umsóknir um embætti rektors Menntaskólans við Hamrahlíð, einni konu og tveimur körlum:

Umsækjendur um rektorsembætti MH eru:

 • Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri
 • Ólafur Haukur Johnson fv. skólastjóri
 • Steinn Jóhannsson settur skólameistari

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla rann einnig út mánudaginn 30. apríl sl. og bárust mennta- og menningarráðuneytinu átta umsóknir um stöðuna, frá þremur konum og fimm körlum.

Umsækjendur um rektorsembætti FÁ eru:

 • Elvar Jónsson skólameistari
 • Guðjón Ragnar Jónasson framhaldsskólakennari
 • Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri
 • Kolbrún Kolbeinsdóttir skólastjóri
 • Kristrún Birgisdóttir sérfræðingur
 • Magnús Ingvason aðstoðarskólameistari
 • Ólafur Haukur Johnson fv. skólastjóri
 • Þórhallur Halldórsson framhaldsskólakennari

Eins og sjá má sækja tveir umsækjendanna, Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri og Ólafur Haukur Johnson fyrrverandi skólameistari, um báðar stöðurnar.