*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 25. febrúar 2016 07:58

Þrjár nýjar einkareknar heilsugæslur

Eigendum nýrra einkarekinna heilsugæslustöðvar verður óheimilt að greiða sér arð út úr rekstrinum.

Ritstjórn
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Kristján Þór Júlíusson mun i dag kynna breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunar, en breytingarnar eru kallaðar Endurbætur á heilsugæslunni - fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Samkvæmt breytingunum er vonast til þess að þrjár nýjar heilsugæslustöðvar muni opnað til viðbótar við þær 17 sem eru þegar til staðar.

Þær munu vera einkareknar en þau skilyrði eru sett að þær séu sjálfstæður lögaðili og í meirihluta að eigu heilbrigðisstarfsmanna í að minnska kosti 80% starfshlutfalli að jafnaði.

Einnig er greint frá því að rekstaraðilum verður óheimilt að greiða sér út arð úr rekstrinum.

Stikkorð: Þór Kristján Júlíusson Þór