*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Fólk 28. október 2021 07:20

Þrjár nýjar starfskonur hjá UN Women

Vilborg Anna Garðarsdóttir, Vera Líndal Guðnadóttir og Áslaug Ármannsdóttir hafa verið ráðnar til UN Women.

Ritstjórn
Vilborg Anna Garðarsdóttir, Vera Líndal Guðnadóttir og Áslaug Ármannsdóttir
Aðsend mynd

UN Women á Íslandi hefur ráðið þrjár nýjar starfskonur til samtakanna sem koma til með að stýra fjáröflun, stafrænni markaðssetningu og skrifstofurekstri.

Vilborg Anna Garðarsdóttir tekur við starfi fjáröflunarstýru samtakanna og ber ábyrgð á einstaklingsmiðaðri fjáröflun UN Women á Íslandi, samskiptum við mánaðarlega styrktaraðila ásamt því að leiða starf fjáröflunarhóps samtakanna. Vilborg er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst. Vilborg hefur unnið lengst af í fjármálum og var framkvæmdastjóri fjármálasviðs í átta ár hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Vera Líndal Guðnadóttir hóf nýverið störf sem sérfræðingur í samfélagsmiðlun hjá UN Women á Íslandi og ber ábyrgð á stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum samtakanna. Vera er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og diplómagráðu fráMyndlistaskólanum í Reykjavík. Síðastliðin ár hefur Vera starfað við verkefna- og viðburðastýringu, innri markaðssetningu og samfélagsmiðla hjá Símanum, hún var einnig lengi vel ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar.

Áslaug Ármannsdóttir er rekstrarstýra samtakanna og ber ábyrgð á skrifstofurekstri og starfsmannahaldi, verkefnastjórnun, og fyrirtækjasamstarfi. Áslaug er með BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur lokið námi í markþjálfun frá Coach U og teymisþjálfun frá Team Coaching Studio. Síðustu ár hefur Áslaug starfað við verkefnastýringu, mark- og teymisþjálfun.