Strangar reglur gilda um eigin viðskipti starfsmanna Seðlabanka Íslands með verðbréf eða gjaldeyri. Búi þeir yfir eða hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum sem líklegar eru til að hafa áhrif á markaðsvirði þeirra eru viðskipti þeirra með slík verðmæti bönnuð. Kemur þetta fram í reglum Seðlabankans, en bankinn vísaði í þær þegar Viðskiptablaðið leitaði eftir upplýsingum frá bankanum.

Í reglunum segir jafnframt að starfsmönnum beri jafnframt að leitast við að tryggja að við-skipti fjölskyldumeðlima eins og maka og barna veki ekki upp spurningar um trúverðugleika viðskiptanna. Ekki er hins vegar lagt ba nn við sl í kum viðskipt um ættingjanna, enda lögfræðilega erfitt að setja slíkar reglur um fólk sem ekki starfar hjá bankanum. Starfsmönnum er þó bannað að flytja trúnaðarupplýsingar út úr bankanum, nema það sé alveg nauðsynlegt. Hvaða gildi slíkt bann hefur þegar kemur að koddahjali er þó erfitt að segja til um.

Það var einmitt koddahjal sem virðist hafa komið svissneska seðlabankastjóranum, Philip Hildebrand, í koll. Hann neyddist til að segja af sér vegna gjaldeyrisviðskipta eiginkonunnar. Málið snýst ekki um að Hildebrand sjálfur hafi gert nokkuð af sér, heldur hefur þeim hjónum ekki tekist að sanna að viðskipti eiginkonunnar hafi ekki byggst á innherjaupplýsingum sem Hildebrand bjó yfir.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.