„Uppsagnirnar voru aðallega hérna á Íslandi og starfsmennirnir tilheyra mörgum starfsstéttum innan byggingariðnaðarins,“ segir Gísli Hansen Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ístaks í Noregi, í samtali við Morgunblaðið .

Þar kemur fram að rúmlega þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp störfum. Flestir þeirra voru starfandi hér á landi en nokkrir í Noregi. Gísli segir þó jafnframt að einhverjar af uppsögnunum séu varúðarráðstafanir, og ef verkefnin muni glæðast á næstunni verði þær endurskoðaðar.