Icelandair, WOW Air og Easyjet fara með 90% hlutdeild í allri flugumferð um Leifsstöð, þrátt fyrir að fjöldi flugfélaga hafi tvöfaldast frá árinu 2013. Þetta kemur fram í frétt Túrista.

Icelandair er bersýnilega stærsta flugfélagið, en það fer með rétt rúm 65% flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli.

Hlutdeild WOW Air hefur aukist úr 12% yfir í 17% milli 2014 og 2015.

Easyjet hefur staðið í stað sem þriðja umfangsmesta flugfélagið þrátt fyrir að hafa tvöfaldað hlutdeild sína í flugumferð frá 2013.

Að þessum þremur stærri flugfélögum frátöldum fara svo 9 önnur félög með eftirstandandi tíund umferðar. AirBerlin fer til að mynda með 2.2%, og SAS með 2.7%.