Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur tilnefnt Blá lónið, Icelandair Group og Truenorth til íslensku þekkingarverðlaunanna.

Fram kemur í tilkynningu frá FVH að við valið var haft til hliðsjónar hvernig framtíðarsýn, stefna og gildi fyrirtækisins endurspeglist í þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð á undanförnum árum. Einnig var horft til samfélagslegrar ábyrgðar og góðra stjórnarhátta. Mælanlegur árangur á borð við fjárhagslega frammistöðu, ánægju viðskiptavina, skilvirkni í innri ferlum og árangur í mannauðsmálum var einnig skoðaður.

Það voru félagsmenn og dómnefnd FVH sem heimsótti nokkur fyrirtæki og urðu þessi þrjú fyrir valinu.

Verðlaunin verða afhent á þekkingardegi FVH á miðvikudag. Á sama tíma verða veitt verðlaun til þess viðskiptafræðings eða hagfræðings sem þykir hafa skarað fram úr á liðnu ári.