Þrjú fyrirtæki sóttu um sérleyfi vegna rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu og eru þau öll íslensk. Orkustofnun fer með leyfisveitingavald um leit rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Annað útboð vegna sérleyfa á Drekasvæðinu hófst þann 3. október 2011 og lauk í dag, 2. apríl.

Orkustofnun stefnir að því að afgreiða umsóknir fyrir lok nóvember 2012. Þetta kemur fram á vefsvæði stofnunarinnar.

Fyrirtækin sem skiluðu inn umsóknum voru Eykon, Faroe Petroleum og íslenskt Kolvetni ehf. Reynd bresk leitarfyrirtæki standa að tveimur umsóknum. Við veitingu leyfa verður þess gætt að nýting auðlindanna sé hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði og að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða.