*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 21. janúar 2017 10:10

Þrjú nefnd sem nýr bankastjóri

Fljótlega verður tilkynnt um ráðningu nýs bankastjóra Landsbankans.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fljótlega verður tilkynnt um ráðningu nýs bankastjóra Landsbankans. Einn af þeim sem þykir koma til greina er Björgvin Skúli Sigurðsson, sem síðustu fjögur ár hefur stýrt markaðs- og viðskiptaþróunarsviði Landsvirkjunar. Þar áður starfaði hann hjá Deutsche Bank í London.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS og framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, hefur einnig verið nefnd. Þá hefur nafn Lilju Bjarkar Einarsdóttur einnig skotið upp kollinum en hún starfaði meðal annars hjá gamla Landsbankanum í London eftir hrun.