Airbus, Rolls-Royce og Siemens ætla í samvinnu að þróa nýja tvinntækni fyrir flugvélar sem gerir þeim kleift að fljúga að hluta til með raforku. Markmiðið er að draga úr umhverfisáhrifum fluggeirans að því er kemur fram á BBC .

E-Fan X verkefnið mun fyrst allra setja þotuhreyfil knúinn rafmagni á flugvél af gerðinni Bae 146. Stefnan er sett á að fljúga tilraunaflug árið 2020 geta komið tækninni í almenna notkun fyrir 2025.

Fyrirtæki keppast nú um að þróa rafmagnsknúna hreyfla en Evrópusambandið hefur þrýst mikið á dregið verði úr mengun vegna flugs.

Hvert af þessum þremur fyrirtækjum mun jafnframt fjárfesta tugum milljóna punda í verkefninu en ástæðan fyrir því að ráðist er í að þróa tvinntækni í stað algerlega rafknúinna flugvéla er einfaldlega sú að tæknin er ekki nógu langt á veg komin.