Þegar Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, lauk doktorsnámi hjá Stanford háskóla í Bandaríkjunum stóð honum til boða margir atvinnumöguleikar. Það sem á endanum heillaði mest var þegar hann fékk starfstilboð frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA.

„NASA er á mörgum stöðum í Bandaríkjunum en með eina miðstöð í Kísildalnum þar sem er áhersla á uppbyggingu í upplýsingatækni. Ég ákvað að ganga til liðs við NASA og endaði á því að vera þarna í tíu ár. Ég byrjaði á því að vera í rannsóknum sem voru framhald á því sem ég hafði verið að gera í Stanford háskóla, rannsóknir sem snerust um að búa til tækni sem gerir tölvum kleift að taka ákvarðanir sjálfstætt.“

Ari segir að hann hafi síðan fljótt farið að taka að sér verkefni sem voru tengd raunverulegum geimferðum. „Stóra breytingin var þegar ég var búinn að vera þarna í tvö ár, þá vorum við komin af stað með verkefni þar sem við vorum að nota þessa tækni til að hjálpa fólki að taka ákvarðanir við stjórn geimfara. Geimför eru mjög flókin tæki til að eiga við og því fylgir oft að þegar fólk er að ákveða hvað geimför eiga að gera, þá eru tækin ekki nýtt til fulls. Við vorum að vinna að tækni til að fólk geti nýtt þau til hins ýtrasta, þannig að fjárfestingin skilaði sér almennilega.“

Ari er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .