Halle Berry.
Halle Berry.

Helga Ólafsson og hópur fjárfesta er með í bígerð að framleiða hárvatni úr íslensku vatni sem sett er í hár áður en meðferð hefst. Hárvatnið hefur verið í rannsókn­um og undirbúningi í þrjú ár.

„Við notum íslenska vatnið og setjum í það vítamínbætta form­úlu. Það er fyrir hárgreiðslumeist­ara og einstaklinga og gerir krafta­verk. Það má ekki gleyma því að úti í hinum stóra heimi er vatnið hræðilegt. En við höfum þetta ynd­islega vatn. Þetta gerir hvorki húð né hárinu gott. Þegar kalda vatnið kemst í snertingu við hárið þá mýk­ist það. Þetta er búið að fara í gegn­um mikla rannsóknarvinnu og nú erum við að fara í framleiðslu,“ segir Helga.

Íslenska vatnið í hárinu á Halle Berry

Hún segist hafa gert sér fyllilega grein fyrir kostum íslenska vatnsins í hár þegar franski snyrtivörurisinn Christian Dior valdi vatn Icelandic Glacial í snyrtivörur sínar.

„Fólk kaupir sér oft krem og í þeim eiga að vera hreinustu efni sem til eru og vera góð fyrir húðina. En fáir vita hvaða vatn er notað. Þessi krem eru að stórum hluta vatn og því mikilvægt að það sé gott,“ segir Helga. Nokkrir hárgreiðslumeist­arar eru búnir að vera með þetta á borðinu hjá sér og prófa það. Þar á meðal er Nico, hárgreiðslumeist­ari Halle Berry. „Hún er yfir sig ánægð með hárvatnið og segir það gera hárinu gott,“ segir Helga stolt af hárvatninu. Vatnið er ekki ætl­að fyrir íslenskan markað. Helga segir það augljóst: Þeir sem búa hér þurfa ekki á því að halda. „Þið fáið vatnið úr krananum!“

Ítarlegt viðtal er við Helgu Ólafsson í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Þar ræðir hún m.a. um fortíðina og þau mörgu verkefni sem hún er með í bígerð. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .