Haustráðstefna Advania verður haldin í Hörpu í 21. sinn þann fjórða september næstkomandi. Á meðal þeirra sem tala á ráðstefnunni er Dr. Ralf G. Herrtwich sem leiðir þróun sjálfkeyrandi bíla hjá Mercedes Benz.

Í fyrirlestri sínum fjallar dr. Herrtwich um það af hverju verið er að þróa slíka bíla. Hann mun einnig svara því hvað til þarf svo slíkir bílar komist í almenna notkun.

Á meðal annarra fyrirlestra á ráðstefnunni fyrirlestur um Rosetta verkefnið, gervifætur sem stýr er af hugarafli og margt fleira.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Advania .