Cargo Express, sem var umboðsaðili fraktflutninga fyrir Wow air, hagnaðist um 17 milljónir króna á síðasta ári en félagið hagnaðist um 33 milljónir 2019.

Tekjur félagsins, sem var áður í 60% eigu Wow air, drógust verulega saman í kjölfar gjaldþrots Wow air. Tekjur félagsins námu 401 milljón í fyrra en árið 2018 námu tekjur 1,8 milljörðum króna. Það sama ár nam hagnaður 205 milljónum króna.

Líkt og fyrr segir var Wow air stærsti eigandi félagsins en í dag er félagið að mestu í eigu framkvæmdastjórans Róberts Tómassonar.