*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 1. apríl 2021 09:12

Þrot Wow bitnað á tekjum

Tekjur Cargo Express námu 401 milljón króna í fyrra en árið 2018, meðan Wow var enn starfandi, námu tekjurnar 1,8 milljörðum.

Ritstjórn
Róbert Tómasson.
Aðsend mynd

Cargo Express, sem var umboðsaðili fraktflutninga fyrir Wow air, hagnaðist um 17 milljónir króna á síðasta ári en félagið hagnaðist um 33 milljónir 2019.

Tekjur félagsins, sem var áður í 60% eigu Wow air, drógust verulega saman í kjölfar gjaldþrots Wow air. Tekjur félagsins námu 401 milljón í fyrra en árið 2018 námu tekjur 1,8 milljörðum króna. Það sama ár nam hagnaður 205 milljónum króna.

Líkt og fyrr segir var Wow air stærsti eigandi félagsins en í dag er félagið að mestu í eigu framkvæmdastjórans Róberts Tómassonar.

Stikkorð: Wow air uppgjör Cargo Express