Þrotabú Baugs á von á tveimur milljörðum króna sem Hæstiréttur Íslands dæmdi Banque Havilland til þess að greiða búinu með dómi sínum í síðustu viku .  Var Banque Havilland þá gert að greiða þrotabúinu 1,3 milljarða króna auk dráttarvaxta.

Erlendur Gíslason, skiptastjóri þrotabúsins, segir í samtali við RÚV að þetta sé hærri fjárhæð en búið eigi núna. Ekki sé þó hægt að ljúka skiptum á búinu fyrr en máli þess gegn Kaupþingi lýkur, þar sem krafist er að tilteknum ráðstöfunum við sölu á hlut Baugs í Högum verði rift.