Kröfu slitastjórnar Glitnis upp á 10,7 milljarða króna í þrotabú Fons, félags áður í eigu Pálma Haraldssonar, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málið snýst um gjaldeyrisskiptasamninga sem Fons verði við Glitni fyrir hrun. Í úrskurði héraðsdóms segir að samþykkti stjórnar Fons hafi ekki legið fyrir viðskiptunum.

Í dómsskjölum kemur fram að Pálmi hafi undirritað samningana ásamt Guðnýju Reimarsdóttur, fjármálastjóra Fons.

Samkvæmt skilmálum í samningum Glitnis var hins vegar ákvæði um að samþykki stjórnar þyrfti til að fá viðskiptin í gegn. Að því viðbættu þykir um svo háar fjárhæðir að ræða að málið hefði með réttu átt að fara fyrir stjórn Fons.

Slitastjórn Glitnis er helsti kröfuhafi í þrotabú Fons með um 23,5 milljarða króna kröfu.