Aðeins fengust sem svarar til 3-4% upp í lýstar kröfur þrotabúa fyrirtækja á tímabilinu frá 21. apríl 2009 til 18. nóvember á þessu ári, að mati Hákons Stefánssonar, framkvæmdastjóra Creditinfo. Lýstar kröfur í þrotabúin námu 555 milljörðum króna á tímabilinu. Hákon telur að borgaðar kröfur hafi numið á bilinu 14-19 milljörðum króna.

Í Morgunblaðinu í dag segir að .esa megi út úr samantekt Creditinfo að borgaðar kröfur hafi numið 9,2 milljörðum króna. Hákon telur þetta vanmat, tölurnar séu líklega 5-10 milljörðum krónum hærri. Hann segir í samtali við blaðið telja að enn muni bætast i kröfurnar fyrir lok árs.

Morgunblaðið segir jafnframt að kröfur á þrotabú einstaklinga hafi numið 13,75 milljörðum króna frá 16. febrúar 2010 til 5. nóvember á þessu ári. Aðeins 250 milljónir króna fengust upp í kröfur á hendur einstaklingum.