Þrotabú Háttar, sem áður var í eigu Karls Wernerssonar, hefur auglýst til sölu jörðina Efri-Rauðalæk í Rangarþingi og fasteignina að Síðumúla 20-22. Þetta kemur fram í frétt á Mbl.is.

Háttur hélt á sínum tíma utan um hlutabréf Karls Wernerssonar í ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Hljóðfærahúsinu og Grand Spa. Félagið var svo tekið til gjaldþrotaskipta fyrr í sumar. Í auglýsingu í Morgunblaðinu í gær kom fram að fyrrnefnd jörð sé til sölu og að ræktað land jarðarinnar sé 65,9 hektarar. Eignin selst í því ástandi sem hún er en fasteignir eru einnig á jörðinni.

Fasteignin að Síðumúla er alls 1.671 fermetri að stærð og hýsir í dag meðal annars Hljóðfærahúsið.