Í júní síðastliðnum var greint frá því að þrotabú 12.12.2017 ehf., sem áður hét Kostur, hafi höfðað riftunarmál á hendur bandaríska fyrirtækinu Nordica Inc., en Jón Gerald Sullenberger er annar af eigendum Nordica Inc. Félagið sem sá um rekstur Kosts var tekið til gjaldþrotaskipta þann 15. febrúar síðastliðinn.

Við upptöku málsins fyrir Héraðsdómi fór Jón Gerald og Nordica fram á að lögð yrði fram málskostnaðstrygging, þar sem oftast er ekki öruggt að eignir í þrotabúi standi undir málarekstri. Landsréttur hefur nú fallist á að þrotabúið leggi fram 1,5 milljón króna málskostnaðartryggingu en Héraðsdómur hafði áður hafnað kröfunni.

Alls gerðu Jón Gerald og Nordica kröfu á þrotabúið myndi leggja fram 5 milljóna króna málskostnaðstryggingu.

Í málflutningi sóknaraðila kom fram að skiptakostnaður væri hár og þrátt fyrir að í dag væru til rúmlega þrjár milljónir á reikningi í búinu væri engin trygging fyrir því að þeir fjármunir liggi fyrir við lok þessa máls.