Sterkar vísbendingar eru um að þrotabú Landsbanka Íslands muni eiga fyrir greiðslu forgangskrafna sem fyrst og fremst eru innistæður.

Þrotabúið greiddi 432 milljarða króna á dögunum sem var um þriðjungur af Icesave-skuldinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ráðuneytið segir stjórnvöld ekki hafa talið tilefni til af færa Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólinn vegna meintra brota Íslands á tilskipun um innstæðutryggingar.

Í tilkynningunni segir að EFTA-dómstólinn sé hins vegar sá farvegur sem eðlilegur er til þess að fá niðurstöðu um lagalegu óvissu í þessu máli. Stjórnvöld muni halda áfram málsvörn sinni fyrir dómstólnum af fullum þunga.