Þrotabú Wow air hefur krafist þess að bótaskylda Icelandair vegna samkeppnislagabrota verði staðfest. Hið fallna félag telur að eftirstandandi félag hafi beitt skaðlegri undirverðlagningu. Sagt er frá málinu á vef RÚV .

Í frétt RÚV er sagt frá því að stefnan byggi á frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á verðlagningu Icelandair frá því í september 2015. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins er ekki lokið. Samkvæmt frummatinu var fallist á helstu kröfur Wow í málinu þess efnis að lægstu fargjöld Icelandair og hraðtilboð félagsins hefur verið seld undir staðfærðum kostnaði.

Stefán Geir Þórisson, lögmaður þrotabús Wow, segir í samtali við RÚV að þrotabúið geti ekki beðið eftir endanlegri niðurstöðu SKE ef búið ætli sér að halda uppi ýtrustu kröfum fyrir kröfuhafa Wow.