Pálmar Óli Magnússon
Pálmar Óli Magnússon
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þróun í fjarskipta- og upplýsingatækni mun stuðla að auknu upplýsingaflæði milli flutningsaðila og viðskiptavina þeirra, að sögn Pálmars Óla Magnússonar, forstjóra Samskipa, en hann flutti erindi á ráðstefnu um framtíð flutninga til og frá Íslandi í Hörpu í dag.

Sagði hann að rauntímaupplýsingar um staðsetningu, ástand vöru og áætlaðan afhendingartíma til viðskiptavina muni bæta þjónustu, auka á skilvirkni og leiða til þess að vörubirgðir muni í auknum mæli færast frá hefðbundnum vörulagerum inn í flutningapípuna sjálfa. Þessi þróun auki veltuhraða vöru og dragi úr fjárbindingu.

Í erindi sínu fjallaði Pálmar um tillögur sem Samráðsvettvangur um aukna hagsæld hefur lagt fram um aðgerðir til að ná langtímahagvexti til ársins 20130. Gangi tillögurnar eftir muni hagvöxtur nema 3,5% á ári og verg landsframleiðsla nær tvöfaldast á tímabilinu. Forsendur þess er að framleiðni aukist og útflutningsverðmæti tvöfaldist. Þetta muni hafa mikil áhrif á flutningageirann, sem þegar hafi náð mikilli framleiðniaukningu síðastliðin tuttugu ár.

Sagði Pálmar að gámavæðingin sem hóf innreið sína hér á landi á níunda áratugnum, efling landflutningakerfisins og tilkoma sérhæfðra vörudreifingamiðstöðva séu allt dæm