*

laugardagur, 18. janúar 2020
Erlent 18. júlí 2016 09:05

Þróun markaða í Asíu breytileg

Lokað var fyrir viðskipti í Japan vegna frídags, en víða voru hækkanir, þó hagtölur í Kína leiða til varfærni fjárfesta.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Engin viðskipti áttu sér stað á mörkuðum Japans í nótt vegna frídags, en viðbrögð markaðarins á svæðinu beindust fyrst og fremst að kínverskum hagtölum.

Dregur úr vexti húsnæðismarkaðar

Í síðustu viku sýndu þær að hagvöxtur í landinu héldist um 6,7% en hins vegar virðist sem dragi úr vexti húsnæðismarkaðarins. Hækkaði húsnæðisverð um 0,7% milli mánaða í júní, en í maí hafði hækkunin numið 0,8% og apríl nam hún 1,0%.

Lækkaði verð China Vanke Co. stærsta fyrirtækisins í Kína sem byggir íbúðir, um 2,57% meðan fasteignafyrirtækið Poly Real Estate Group Co hækkaði í verði um 0,75%.

Þróun helstu vísitala á svæðinu var mismunandi:

  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu hækkaði um 0,19%
  • Jafnframt hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 0,58%.
  • Taiwan Weighted vísitalan hækkaði svo um 0,65%.
  • Shanghai Composite vísitalan í Kína lækkaði um 0,35%.
  • IDX Composite vísitalan í Indonesíu hækkaði um 0,34%.
  • Ástralska S&P/ASX 200 vísitalan hækkaði jafnframt um 0,53%.