*

mánudagur, 27. janúar 2020
Innlent 22. febrúar 2019 13:25

Þróun skatta uppskrift að deilum

Forseti ASÍ segir þróun skattkerfisins undanfarin ár hafa verið uppskrift að deilum á vinnumarkaði.

Ritstjórn
Drífa Snædal. forseti ASÍ, útskýrir í pistil á vef Sambandsins hvers vegna stjórnvölda hafa verið í skotlínunni að undanförnu.
Haraldur Guðjónsson

 Að skattkerfið hafi fengið að þróast með þeim hætti að hinir ríkari fái skattalækkanir á meðan skattbyrðin eykst hjá hinum tekjulægstu er uppskriftin að deilum á vinnumarkaði,“ skrifar Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í pistli sem birtur var í morgun á vef Sambandsins. Í pistlinum bregst Drífa m.a. við þeirri gagnrýni sem launþegasamtök hafa sætt fyrir að beina spjótum sínum frekar að stjórnvöldum í stað raunverulegra viðsemjenda sinna úr röðum atvinnurekenda.

„Það var því ekkert nema eðlilegt að verkalýðshreyfingin gæfi stjórnvöldum tækifæri til að afstýra átökum með því að laga skattkerfið. En hvað gerðist? Skattalækkun á alla, þar með talið bankastjórana sem hafa fengið ríflegar launahækkanir undanfarið, svo ekki sé minnst á kjörnu fulltrúana sem kjararáð hefur verið svo rausnarlegt við,“ skrifar Drífa.

Drífa vísar gagnrýninni á áherslu samtaka launþega ekki á bug. „Það er hárrétt sem bent hefur verið á að deilurnar eru á milli vinnandi fólks og atvinnurekenda,“ skrifar Drífa en segir áherslu samtakanna á skatta og stjórnvöld vera eðlilegt viðbrag við þróun skattkerfisins. „…það er ekki hægt að horfa fram hjá því að stjórnvöld hafa tækið í höndunum til að jafna kjör og tryggja velferð.“

Að mati Drífur voru tillögur stjórnvalda mikil vonbrigði en þæt marki breytingu í áherslum samtakanna í baráttunni framundan. „Réttlætiskenndinni er greinilega ekki fyrir að fara við ríkisstjórnarborðið. En nú er ljóst að vinnandi fólk þarf að einbeita sér að atvinnurekendum til að ná fram réttlæti og sanngirni.

Stikkorð: ASÍ kjaradeilur Drífa snædal