Bandaríkjamaðurinn Jim Yong Kim var í gær, mánudag, kjörinn nýr forseti Alþjóðabankans. Kim var tilnefndur af Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Í fyrsta skipti í sögu bankans voru fleiri en einn sem sóttust eftir stöðunni. Hefð hefur verið fyrir að forseti Alþjóðabankans sé Bandaríkjamaður en í þetta skiptið var töluverður þrýstingur á að næsti forseti bankans yrði frá þróunarlöndunum.

25 ríki eiga aðild að Alþjóðabankanum og skiptust atkvæði á milli tveggja helstu frambjóðendanna. Kínverjar og Indverjar studdu Kim en ýmis stór ríki þróunarlandanna líkt og Brasilía og Suður Afríka studdu Okanjo-Iweala, helsta keppinaut Kim. Okonjo-Iweala er fjármálaráðherra Nígeríu.

Kim mun hefja störf þann 1. júlí næstkomandi og tekur við af Bandaríkjamanninum Robert Zoellick.