Landsbankinn
Landsbankinn
© BIG (VB MYND/BIG)
Landsvaki, sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestingarjsóði Landsbankans, hagnaðist um 72 milljónir á fyrri helmingi ársins, samkvæmt árshlutareikningi félagsins sem er birtur í dag. Þann 30. júní 2011 annaðist Landsvaki rekstur 20 sjóða en einum sjóði var slitið á fyrri helmingi árs. Í lok tímabilsins nam heildarstærð sjóða í rekstri Landsvaka 59,9 milljörðum króna samanborið við 53,4 milljarða í árslok 2010.

„Þróunin á fyrri hluta ársins 2011 var sjóðum Landsvaka tiltölulega hagstæð og jukust eignir í stýringu um 12%. Skuldabréfasjóðir stækkuðu þannig um 14% frá upphafi ársins og innlendir hlutabréfasjóðir stækkuðu um 143%. Útgreiðsla úr sjóðum í slitaferli var nokkur á tímabilinu og hefur það áhrif á heildarmyndina,“ segir í tilkynningu til Kauphallar.

Eigið fé nam 382 milljónum í lok tímabilsins og var eiginfjárhlutfall, reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, 133%.

Árshlutareikningur Landsvaka.