Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, fundaði með ríkisstjórn sinni í dag í því augnamiði að róa fjárfesta. Fjármögnunarkostnaður ítalska ríkisins rauk upp í hæstu hæðir á föstudag þrátt fyrir að leiðtogar ESB-ríkjanna hafi náð lendingu til að slá á skuldakreppuna á evrusvæðinu.

Reuters-fréttastofan segir þrýst á Berlusconi að hann stigi frá og setji ráðherra sína af. Þjóðstjórn muni taka við stjórnartaumum.

Ráðamenn á Ítalíu og lykilstjórnendur í ítölskum fjármálageira stefna á að ræða um áhrif skuldavandans á banka og fjármálastofnanir áður en leiðtogar G20-ríkjanna funda um skuldakreppuna á morgun.

Berlusconi var skammaður fyrir óráðsíu í ríkisrekstri á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna á miðvikudag í síðustu viku. Var honum gert að boða aðgerðir til að draga úr skuldum ríkisins sem eru að sliga hið opinbera. Skuldir Ítala jafngilda 120% af landsframleiðslu