Tvö stærstu matsfyrirtækin hafa hvatt þingmenn í Bandaríkjunum til að gera meira til þess að lækka fjárlagahallann. Samkomulagið sem náðist til að forðast fjárlagaþverhnípið svokallaða felur m.a. í sér að kostnaður hins opinbera minnki og skattahækkanir skili ríkinu um 600 milljarða dollara. Skattar á millistéttafjölskyldur hækka ekki en þeir hækka hjá fólki í efri tekjuflokkum. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Talsmenn atsfyrirtækisins Moody‘s segja að stjórnvöld þurfi að gera meira. Standard og Poor‘s tekur undir þetta en bætir við að fjármál hins opinbera vestanhafs verði ekki sjálfbær þrátt fyrir þetta.