HB Grandi er enn sem komið er eina útgerðarfélagið í Kauphöllinni. Félagið hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur vegna hagræðingaraðgerða á Akranesi, en fyrirtækið hyggst loka botnfiskvinnslunni þar og færa hana til Reykjavíkur. Frá áramótum og þar til á föstudaginn hafði gengi bréfa í félaginu hækkað um 22% að teknu tilliti til arðgreiðslu.

„Gengisstyrking krónunnar gerir HB Granda mjög erfitt fyrir," segir Kristján Markús Bragason, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. „Ég held að óhætt sé að segja að stjórnendur HB Granda séu með puttann á púlsinum í sínum rekstri. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Þetta endalausa tal á fjögurra ára fresti, í aðdraganda þingkosninga, um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu gerir útgerðarfyrirtækjum mjög erfitt fyrir. Ég hef fullan skilning á því að útgerðarfélög eigi að greiða rentu til ríkisins. Aftur á móti yrði það mjög mikils virði ef tekin væri einhver ákvörðun til framtíðar. Það er mjög ósanngjarnt gagnvart þessum félögum að þessi umræða sé sífellt í gangi. Það setur þrýsting á félögin og skapar óvissu."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .