„Þá tekur það gildi á morgun. Þú getur þá bara sagt honum að við séum í verðhækkunum og það er eiginlega ekert að marka það sem þú segir honum í dag en [...] gætir sagt honum það bara á morgun.“ er haft eftir einum af starfsmönnum Húsasmiðjunnar í ákæru sérstaks saksóknara vegna verðsamráðsmálsins. Þar er einn af yfirmönnum Húsasmiðjunnar samkvæmt ákærunni, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum að hvetja til verðsamráðs milli Húsasmiðjunnar og Byko.

Um er að ræða þrettán einstaklinga sem eru ákærðir. Þeir eru allir karlmenn og starfa sumir enn fyrir fyrirtækin.