*

miðvikudagur, 14. apríl 2021
Innlent 13. október 2012 15:47

Þungavigtarmenn fjalla um sjávarútveg

Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt hélt ráðstefnu 6. október. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,Fiskveiðar: Sjálfbærar og arðbærar".

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Útgerðarmenn, áhugamenn um sjávarútveg og fræðimenn voru saman komnir á ráðstefnu RNH, Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt, síðastliðinn laugardag. Ráðstefnan fór fram undir yfirskriftinni Fiskveiðar: Sjálfbærar og arðbærar.

Þar voru saman komnir margir af virtustu fræðimönnum landsins, t.d. Gunnar Haraldsson, sérfræðingur hjá OECD, Þráinn Eggertsson, prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands, Ragnar Árnason, prófessor í auðlindahagfræði í Háskóla Íslands, Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði í Viðskipaháskólanum í Björgvin, Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, og Helgi Áss Grétarsson, dósent í lögfræði í Háskóla Íslands.

Aðrir fyrirlesarar voru Árni Mathiesen, forstöðumaður fiskveiðideildar FAO, Michael Arbuckle, sérfræðingur hjá Alþjóðabankanum, og Michael De Alessi, Reason Foundation í Kaliforníu. Þá flutti Brian Carney, ritstjóri leiðarasíðu Wall Street Journal Europe, einnig stutt erindi.

Ragnar Árnason, prófessor í auðlindahagfræði, fjallaði um hagann af kvótakerfi.

Birgir Þór Runólfsson, Árni M. Mathiesen og Rakel Olsen heldu öll tölu á ráðstefnunni.

Hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, eigendur Stálskips. Guðrún hélt stutt erindi í lokin þegar hún sleit ráðstefnunni.