*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 11. apríl 2017 14:44

Þungir dómar í stóra skattsvikamálinu

Fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra hlaut þyngsta dóminn og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna aðildar sinnar að málinu.

Ritstjórn
vb.is

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi átta manns í stóra skattsvikamálinu svonefnda. Fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, hlaut þyngsta dóminn og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna aðildar sinnar að málinu. Frá þessu er meðal annars greint á Mbl.is.

Dómurinn er þó skilorðsbundinn til þriggja ára frá uppkvaðningu og fellur niður haldi hann almennt skilorð. Steingrímur Þór Ólafsson, hlaut einnig skilorðsbundið tveggja og hálfs árs fangelsi. Alls voru sakborningarnir átta, þar af sex karlmenn og tvær konur. Halldór Jörgen sem starfaði áður fyrir ríkisskattstjóra, er sagður hafa aðstoðað hina grunuðu í starfi sínu við fjársvikin, að því er kemur fram í frétt Vísis um málið.

Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni félaganna H91 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Fyrirtækin voru nokkurs konar sýndarfyrirtæki sem stofnuð voru til að svíkja fé út úr skattkerfinu. Alls tókst einstaklingunum að svíkja út tæplega 300 milljónir af ríkinu.