*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 1. apríl 2020 16:20

Þungt yfir höllinni

Gengi 14 félaga af 20 sem skráð eru á aðalmarkað lækkaði í viðskiptum dagsins. Heildarvelta viðskipta einungis 463 milljónir.

Ritstjórn

Rautt var yfir að litast í viðskiptum dagsins á aðalmarkaði Kauphallar Nasdaq á Íslandi. Heildarvelta viðskipta dagsins nam einungis 463 milljónum króna og lækkaði OMXI10 úrvalsvísitala kauphallarinnar um 1,11% og stendur í 1,728,70 stigum.

Alls lækkaði gengi 14 félaga af þeim 20 sem skráð eru á aðalmarkað.

Gengi hlutabréfa olíufélagsins Skeljungs hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,35% í 15 milljóna króna veltu. Næst mest hækkuðu bréf Heimavalla, um 0,69% í aðeins 6 milljóna króna veltu.

Annan daginn í röð lækkuðu bréf Eimskips mest, en í viðskiptum dagsins lækkaði gengi þeirra um 5,68% í 22 milljóna króna veltu. Næst mest lækkaði gengi TM, eða um 4,48% í 35 milljóna króna veltu.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq