Rekstur Eimskips hefur gengið afar vel síðastliðið ár. Rekstrartekjur og EBITDA Eimskips á öðrum og þriðja ársfjórðungi voru þær hæstu á einum fjórðungi frá árinu 2009. Rekstrartekjur jukust um 10,6% frá fyrra ári og EBITDA jókst um 17,3% milli ára. Þetta skilaði sér í auknum hagnaði fyrir félagið, en það hagnaðist um 1,9 milljarða króna, en það er aukning um 30,8% milli ára.

Sveinn Þórarinsson hjá greiningardeild Landsbankans segir að ársreikningurinn hafi verið í takt við spár. „Tekjurnar voru reyndar aðeins hærri en við gerðum ráð fyrir en kostnaðurinn var það einnig.“

Erfitt að velta kostnaði í verð

Sveinn segir að á undanförnum árum hafi fjöldi flutningaskipa í heiminum verið að aukast en flutningsmagn hafi ekki fjölgað jafn mikið. Þessi þróun hafi meðal annars haft þau áhrif að verð á flutningum hafi farið lækkandi á undanförnum árum. „Það er svolítið öfugt farið á Íslandi, þannig að það vegur á móti, afkoman er að þokast upp á við,“ segir Sveinn. „Afkomubati Eimskips hefur ekki verið jafn mikill og markaðurinn hefur vonast eftir síðustu tvö þrjú ár.

Nánar er fjallað um Eimskip í Kauphöllinni, sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út síðastliðinn fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu hér .