Fjárhagsstaða Prentmets ehf., sem rekur prentsmiðju og veitir ýmsa þjónustu í prentiðnaði, er erfið ef mið er tekið af nýjustu birtu ársreikningum félagsins. Félagið, sem er í eigu Ingibjargar St. Ingjaldsdóttur og Guðmundar R. Guðmundssonar, var með neikvætt eigið fé upp á rúmlega einn milljarð króna í árslok 2009 samkvæmt ársreikningum. Heildarskuldir námu 2,4 milljörðum króna en eignir voru samtals tæplega 1,4 milljarðar.

Langtímaskuldir námu rúmlega einum milljarði króna, 606 milljónir vegna skulda við banka, og skuldir vegna kaupleigu og fjármögnunarleigusamninga námu 645 milljónum kóna. Skammtímaskuldir voru hins vegar 1,4 milljarðar króna. Þar af voru skuldir vegna afleiðusamninga 715 milljónir króna, að því er segir í ársreikningi. Að auki var skuldabréfalán upp á 317,8 milljónir króna, viðskiptaskuldir 104 milljónir og ógreidd opinber gjöld voru 25 milljónir króna. Samtals námu skammtímaskuldir 1,4 milljörðum króna í árslok 2011.

Staða Prentmets hefur þó nokkuð vænkast frá því í árslok 2009. Þar vegur ólögmæti gengistryggðra lána þungt en ekki eru öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Prentmet hefur unnið úr sínum málum

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.