Evrópski seðlabankinn telur að Banca Monte dei Paschi di Siena SpA þurfi um 8,8 milljarða evra til þess að komast af. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg, en seðlabankinn hefur verið að gera álagsprófanir á evrópskum bönkum.

Ítalska þingið samþykkti neyðaráætlun stuttu fyrir jól, en ríkið mun koma til með að sópa 20 milljörðum evra í ítalska banka til þess að halda þeim á floti. Monte dei Paschi hefur reynt að auka hlutafé á árinu, með takmörkuðum árangri.