Hlutfall innlendra hlutabréfa af hreinni eign íslensku lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris er 9,3%. Þetta hlutfall er svipað og var rétt áður en fjámálakerfið féll árið 2008. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Lífeyrissjóðir  áttu í apríl 228 milljarða króna í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum.

Algengt er að lífeyrissjóðirnir eigi 5-20% af innlendum hlutabréfum þó það sé ekki algilt. Miðað við markmið sjóðanna er ljóst að sumir sjóðir munu þurfa að auka hlutabréfaeigna sína.