Á næsta ári á að skrá hlutabréf tveggja langsamlega stærstu fasteignafyrirtækja landsins í Kauphöllina. Stefnt er að skráningu Regins í byrjun eða mjög snemma á næsta ári en nokkuð lengra er í skráningu Reita, sem er stærsta fasteignafélag landsins, og er miðað við að það verði skráð á markað næsta haust. Að samanlögðu er verðmæti eignasafna þessara tveggja félaga um 130 milljarðar króna og þau ráða yfir fasteignum upp á um 630 þúsund fermetra.

Fyrir liggur að endurskipuleggja þarf efnahagsreikning beggja félaganna til þess að þau verði tæk til skráningar á markað. Hjá Regin hefur þegar verið ákveðið hvernig það verður gert en sú vinna er rétt komin af stað í tilviki Reita.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.