Matvörukeðjan Tesco neyðist til að greiða fyrrum fjármálastjóra og forstjóra fyrirtækisins rúmar tvær milljónir breskra punda í starfslokagreiðslur eftir að í ljós hefur komið að fyrirtækið hefur engar lagalegar heimildir til að hætta við greiðslurnar.

Tesco lenti um mitt síðasta ár í miklum erfiðleikum eftir að upp komst um að fyrirtækið hefði ofmetið hagnaðartölur sínar. Í kjölfarið sögðu forstjóri, fjármálastjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins af sér. Í október tilkynnti fyrirtækið að það myndi ekki greiða starfslokagreiðslu upp á 1,2 milljónir punda til Philip Clarke fráfarandi forstjóra fyrirtækisins og 970.800 bresk pund til Laurie McIlwee, fráfarandi fjármálastjóra fyrirtækisins.

Nú hefur komið í ljós að fyrirtækið hefur engan lagalegan grundvöll til að draga greiðslurnar til baka þar sem þau hafa ekki gerst sek um brot í starfi.

Nánar er fjallað um málið á vef Guardian .