Ástand er enn slæmt í New York eftir að fellibylurinn Sandý gekk þar yfir. Í gærkvöld gekk óveður þar yfir og er útlit fyrir snjó á næstu dögum.

Michael Bloomberg, bæjarstjóri í New York, hefur nú tilkynnt að taka þurfi upp skömmtun á bensíni. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag.

Þannig mega þeir sem eiga bíla með bílnúmeri sem endar á oddatölu versla bensín á oddatöludögum og öfugt. Um fjórðungur bensínstöðva í borginni er nú opinn og segir Bloomber óvíst hvenær skömmtunartímabilinu líkur.