Páll Þór Magnússon, eigendur Fasteignafélagsins okkar ehf og þrotabú IceCapital þurfa að skila níu fasteignum sem metnar eru á um 780 milljónir króna aftur til þrotabús IceProperties ehf. Á meðal eignanna er Hressingarskálinn í Reykjavík. Skiptastjóri mun í kjölfarið koma fasteignunum í verð og úthluta andvirðinu samkvæmt lögum um skiptameðferð þrotabúa.

Eignirnar voru fluttar úr IceProperties þann 20. október árið 2008 yfir til IceCapital. Sama dag voru þær svo fluttar yfir í Fasteignafélagið okkar ehf. Ein eignanna, við Gilsbúð 3 í Garðabæ, var færð ári síðar yfir á Páll Þór persónulega. Héraðsdómur Reykjavíkur rifti flutningi eignanna í júní. Málinu var áfrýjað. Hæstiréttur staðfesti svo dóm héraðsdóms í gær.

Eigendur IceProperties og IceCapital voru þeir sömu. Þau eru Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla í Olís, og börn hennar, þau Jón Kristjánsson og Gabríela Kristjánsdóttir. Páll Þór er eiginmaður Gabríelu og tengdasonur Gunnþórunnar. Þau voru umsvifamikil á árunum fyrir hrun og áttu saman félagið Sund sem m.a. átti eignahluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Byr. IceCapital átti svo stóran hlut í VBS fjárfestingarbanka. Kröfur á félög þeim tengdum nema tugum milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Forstjóri 365 miðla vill láta loka á skráadeilisíður
  • Dómur mildaður yfir innherja í Glitni
  • Fjármálastjóri N1 keypti mest í hlutafjárútboði
  • Viðskiptavinir þurfa að ganga á eftir dráttarvöxtum gengistryggðra lána
  • Vöruhönnuður fékk milljónir að láni út á væntingar
  • Skuldabréfasala Seðlabankans ekki tengd aðgerðaáætlun stjórnvalda
  • Century Aluminum, HS Orka og OR deila um áhættu af byggingu jarðvarmavirkjana
  • Vilja bankaskatt þótt gömlu bankarnir verði gjaldþrota
  • Leikjatölvan tekur yfir sjónvarpskrókinn
  • Norðurálsverkefnið og bygging Kárahnjúkavirkjunar eru efst í huga verkfræðingsins Sigurðar Arnalds. Hann ræðir um virkjanir og verkfræði í viðtali við Viðskiptablaðið
  • Viðskiptablaðið skoðar hvaða bækur veiðiáhugamenn geta lesið um jólin
  • Bergsteinn Sigurðsson skrifaði bók um flugslysið við Fornebu-flugvöll fyrir fimmtíu árum
  • Kraftaverkafyrirtæki fer í þrot
  • Finnur Árnason ræktar garð sinn í eyfellsku andrúmslofti
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um fólkið sem þrælar fyrir skuldunum
  • Óðinn skrifar um Helguvík, sæstreng og Bless
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira