*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 18. desember 2013 20:31

Þurfa að skila aftur eignum upp á 780 milljónir

Fyrrverandi eigendur félagsins Sunds fluttu eignir úr gjaldþrota félögum. Hæstiréttur hefur rift gjörningnum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Páll Þór Magnússon, eigendur Fasteignafélagsins okkar ehf og þrotabú IceCapital þurfa að skila níu fasteignum sem metnar eru á um 780 milljónir króna aftur til þrotabús IceProperties ehf. Á meðal eignanna er Hressingarskálinn í Reykjavík. Skiptastjóri mun í kjölfarið koma fasteignunum í verð og úthluta andvirðinu samkvæmt lögum um skiptameðferð þrotabúa.

Eignirnar voru fluttar úr IceProperties þann 20. október árið 2008 yfir til IceCapital. Sama dag voru þær svo fluttar yfir í Fasteignafélagið okkar ehf. Ein eignanna, við Gilsbúð 3 í Garðabæ, var færð ári síðar yfir á Páll Þór persónulega. Héraðsdómur Reykjavíkur rifti flutningi eignanna í júní. Málinu var áfrýjað. Hæstiréttur staðfesti svo dóm héraðsdóms í gær.

Eigendur IceProperties og IceCapital voru þeir sömu. Þau eru Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla í Olís, og börn hennar, þau Jón Kristjánsson og Gabríela Kristjánsdóttir. Páll Þór er eiginmaður Gabríelu og tengdasonur Gunnþórunnar. Þau voru umsvifamikil á árunum fyrir hrun og áttu saman félagið Sund sem m.a. átti eignahluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Byr. IceCapital átti svo stóran hlut í VBS fjárfestingarbanka. Kröfur á félög þeim tengdum nema tugum milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Forstjóri 365 miðla vill láta loka á skráadeilisíður
 • Dómur mildaður yfir innherja í Glitni
 • Fjármálastjóri N1 keypti mest í hlutafjárútboði
 • Viðskiptavinir þurfa að ganga á eftir dráttarvöxtum gengistryggðra lána
 • Vöruhönnuður fékk milljónir að láni út á væntingar
 • Skuldabréfasala Seðlabankans ekki tengd aðgerðaáætlun stjórnvalda 
 • Century Aluminum, HS Orka og OR deila um áhættu af byggingu jarðvarmavirkjana
 • Vilja bankaskatt þótt gömlu bankarnir verði gjaldþrota
 • Leikjatölvan tekur yfir sjónvarpskrókinn
 • Norðurálsverkefnið og bygging Kárahnjúkavirkjunar eru efst í huga verkfræðingsins Sigurðar Arnalds. Hann ræðir um virkjanir og verkfræði í viðtali við Viðskiptablaðið 
 • Viðskiptablaðið skoðar hvaða bækur veiðiáhugamenn geta lesið um jólin
 • Bergsteinn Sigurðsson skrifaði bók um flugslysið við Fornebu-flugvöll fyrir fimmtíu árum 
 • Kraftaverkafyrirtæki fer í þrot
 • Finnur Árnason ræktar garð sinn í eyfellsku andrúmslofti
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um fólkið sem þrælar fyrir skuldunum
 • Óðinn skrifar um Helguvík, sæstreng og Bless
 • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira