Ríkisendurskoðun telur að velferðarráðuneytið þurfi að vanda betur til útboða á sjúkraflugi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar.

Þar segir að skilmálar vegna útboðs á sjúkraflugi sem ráðist var í fyrir ári hafi tekið mið af faglegum kröfum. Tímafrestir í útboðinu hafi hins vegar verið of knappir og samningstíminn óvenjulega skammur. Þar hafi hugmyndir um að fela Landhelgisgæslunni að annast almennt sjúkraflug veruleg áhrif. Ekki hafi verið metið með fullnægjandi hætti hvort sá möguleiki hafi verið hagkvæmur eða framkvæmanlegur.

Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að innanríkisráðuneytið kanni það með formlegum hætti. Þá þurfi velferðarráðuneytið að móta framtíðarstefnu um sjúkraflutninga.